Línudans - Að hanga inni í þægindarammanum býr ekki til góðar sögur

Þægindaramminn býr ekki til góða sögu en línudans gæti gert það

Enginn segir: „Ég vildi að ég hefði legið meira heima og skrollað í símanum.“ Minningarnar sem standa upp úr verða til þegar maður prófar eitthvað nýtt og kíkir útúr þægindarammanum. Eins og að mæta í línudans með nýju fólki. Pínu fyndið og hugrakkt.

Við festumst öll stundum í rútínu. Sama dagskráin, sömu staðirnir, sama fólkið, sama tónlistin en eitt það besta sem við gerum fyrir hugann, líkamann og orkubankann er að reyna við eitthvað nýtt og ferskt endrum og eins. Að prófa eitthvað alveg nýtt, eins og línudans, getur verið mjög gefandi... og áður en þú býrð til afsökun þá er svarið nei, þú þarft ekki að eiga kúrekastígvél 🤠

Ný reynsla eykur sjálfstraust

Að prófa eitthvað nýtt or oft svolítið stressandi. Sérstaklega ef þú hefur ekki dansað í áratugi eða jafnvel aldrei. En að mæta, reyna, og uppgötva að maður getur þetta alveg gerir mann glaðann og það fylgir manni yfir í næsta dag.

Þú kemur þér á óvart

Margir sem prófa línudans halda að þeir eigi ekki eftir að ná þessu en skrefin koma, þú finnur taktinn, og allt í einu ertu að gera eitthvað sem þú hélst að þú myndir aldrei getað gert.

Engin pressa, fullt af gleði

Allir eru að gera sömu sporin og enginn hefur tíma til að pæla í hvort maður klúðri einhverju. Línudans snýst heldur ekki um að dansa eins og einhver annar heldur fyrst og fremst um að finna dansgleði og skapa sinn eigin stíl.

Kannski verður þetta ómissandi hluti af vikunni

Versta sem gerist ef þú prófar? Þú ferð út með góða sögu. Besta? Þú finnur áhugamálið sem þú vissir ekki að þig vantaði. Þetta er ávanabindandi hreyfing og skemmtun fyrir þá sem falla fyrir þessu.

Langar þig að prófa? 

Stígðu út fyrir þægindarammann, inn á dansgólfið með mér.

➡️ Skráðu þig á póstlista fyrir námskeið hér og þú færð sendar upplýsingar um tækifæri til að prófa einu sinni áður en næsta námskeið hefst.

Til baka