5 atriði við línudans sem koma á óvart

5 atriði við línudans sem gætu komið þér á óvart

Línudans er ekki bara kántrí, hattur og kúrekastígvél. Hvort sem þú ert byrjandi, dansari, kántrí aðdáandi eða langar bara að prófa eitthvað nýtt að þá eru margar góðar ástæður til að prófa línudans.

1. Enginn dansfélagi? Ekkert vandamál

Línudans er dansaður í hóp svo þú færð alla kostina og ánægjuna af því að dansa með öðrum án þess að þurfa að hafa dansfélaga. Allir eru þó að gera sömu sporin og því styðja því við hvorn annan og hjálpast að við að muna dansinn.

2. Góð hreyfing án þess að maður taki eftir því

Þú brennir kaloríum, bætir jafnvægi og samhæfingu og í bónus fær kollurinn líka æfingu og þjálfar og bætir minnið. Þetta er líkamsrækt sem læðist meira aftan af þér en þú heldur á meðan þér fannst þú ekki gera mikið.

3. Vík burt streita

Það er eitthvað töfrandi við að finna taktinn með öðrum með því að gera sömu spor. Það er margsannað að það eykur gleðihormónaframleiðslu hjá fólki að dansa saman og það virðist einfaldlega vera djúpt í eðli okkar mannfólksins að finna til gleði með því að hreyfa okkur í takt með öðrum, eitthvað sem nær alla leið aftur til frumbyggja. Framleiðsla gleðihormóna er eitt besta mótefnið við streitu.

4. Að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og skemmtilegan félagsskap

Við erum flest svo upptekin og það er svo auðvelt að detta í mynstur þar sem vikan líður á ógnarhraða og við gleymdum að stoppa við, brjóta upp og vera til. Að taka frá tíma einu sinni í viku til að brjóta upp vikuna er þó viðráðanlegt fyrir flesta og mjög sniðugt að draga vin eða vini með og tryggja þannig að þú hittir þá til að gera eitthvað skemmtilegt að minnsta kosti einu sinni í viku, auk þess að kynnast nýju fólki.

5. Það geta allir dansað línudans

Ég hef verið með nemendur af báðum kynjum sem hafa aldrei verið í danstímum áður, segjast ekki geta dansað, séu með tvo vinstri fætur en enginn þeirra hefur ekki getað lært línudans hjá mér. Byrjendanámskeið kenna línudans ALVEG frá grunni og það er lögð áhersla á það hjá KickStart Country vottuðum dansþjálfurum að bjóða upp á svokallaðar „variations“ eða viðbætur fyrir þá sem hafa dansað eitthvað áður til að gera dansana örlítið meira krefjandi svo engum leiðist og allir séu með verkefni við hæfi. Síðan á þetta að vera létt og skemmtilegt og til þess fallið að hlægja að eigin flækjufótum þegar maður ruglast. Við ruglumst flest öll við að læra nýja línudansa, það er partur af því sem gerir þetta svo skemmtilegt.

Til í að skella þér og langar að skrá þig á námskeið? Smelltu hér

Forvitni? Hik? Bæði?

Ég mun bjóða upp á tækifæri til að prófa í eitt skipti. Lestu meira um línudans hér eða skráðu þig á póstlistann neðst á síðunni og fáðu tilkynningu um stað og stund.

Sjáumst, þú sérð ekki eftir því.

Ninja, vottaður KickStart Country línudansþjálfari.

Til baka